Afmæli CoDA á Íslandi

Þann 24. apríl eiga CoDA samtökin á Íslandi afmæli. Ekki er alveg á hreinu hvort um 9 eða 10 ára afmæli er að ræða en Samstarfsnefnd ákvað eigi að síður að rétt væri að halda pínulítið upp á þessi tímamót. Í sameiningu var ákveðið að láta baka afmælisköku sem verður á boðstólum á hádegisfundi sunnudagsdeildar kl. 13 þann 28. apríl í Alanó klúbbnum, Héðinsgötu 1-3.

Þér er boðið og ef þú vilt þá máttu koma með eitthvað matar- eða drykkjarkyns til að deila með okkur en það er þó alls engin skylda. Endilega komdu og njóttu þess með okkur að gera þennan afmælisfund sérlega góðan.

Til hamingju með afmælið.