Category Archives: Fréttir

Afmæli CoDA á Íslandi

Þann 24. apríl eiga CoDA samtökin á Íslandi afmæli. Ekki er alveg á hreinu hvort um 9 eða 10 ára afmæli er að ræða en Samstarfsnefnd ákvað eigi að síður að rétt væri að halda pínulítið upp á þessi tímamót. Í sameiningu var ákveðið að láta baka afmælisköku sem verður á boðstólum á hádegisfundi sunnudagsdeildar kl. 13 þann 28. apríl í Alanó klúbbnum, Héðinsgötu 1-3.

Þér er boðið og ef þú vilt þá máttu koma með eitthvað matar- eða drykkjarkyns til að deila með okkur en það er þó alls engin skylda. Endilega komdu og njóttu þess með okkur að gera þennan afmælisfund sérlega góðan.

Til hamingju með afmælið.

Sporabænir

Hér er komin þýðing á sporabænum CoDA, ein bæn fyir hvert af 12 sporunum.

Hér er PDF skjal með bænunum

CoDA bókin – önnur útgáfa

Coda bókin, önnur útgáfa með leiðréttingum á innsláttarvillum og orðalagi. Mars  2012 prentvæn útgáfa á PDF formi

Nýr einkennalisti

CoDA international hefur gefið út nýjan lista yfir einkenni og atferlismynstur meðvirkni. Búið er að þýða listann á íslensku og er hann aðgengilegur hér

Hér er svo PDF útgáfa af listanum

Lesefni á ensku

Nýlega kom pöntun á CoDA lesefni til samstarfsnefndar.  Stefnt er að því að koma þessu efni í sölu á fundum fljótlega. Bókafulltrúar deilda eru vinsamlega beðnir um að hafa samband við samstarfsnefndarfulltrúa til að nálgast lesefnið og koma því í sölu.

Ný einföld, létt og betri vefsíða

Velkomin á nýju vefsíðu Coda, hún hefur verið þróuð í samstarfi með samstarfsnefnd Coda. Kær kveðja, Helgi.